Biður fólk af landsbyggðinni um of mikið? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 25. apríl 2023 09:00 Um helgina lauk seinni legg hringferðar þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Við lögðum land undir fót fyrr á árinu, en áttum m.a. eftir að heimsækja Vestfirðina. Ég er Reykvíkingur í húð og hár, fædd og uppalin í höfuðborginni - þingmaður fyrir mitt kjördæmi í Reykjavík. Ég hef samt verið svo lánsöm að fá að hitta fólk á fundum um allt land undanfarin ár, bæði sem aðstoðarmaður ráðherra og nú sem kjörinn fulltrúi. Á þessum fundum kemur það mér alltaf jafn mikið á óvart hversu samhljóma umkvörtunarefni og tillögur fólks á landsbyggðinni eru. Sama hvar okkur ber niður er samhljómur með ábendingum þeirra og kröfum. Í samandregnu og einfölduðu máli eins og ég upplifi málflutning fólks eru þetta fjögur atriði: 1) Rík krafa um betri samgöngur. Og ekki í þeim skilningi sem við höfuðborgarbúar leggjum nú í hugtakið, heldur fremur að þurfa t.d. ekki að leggja líf sitt að veði til að komast til og frá vinnu eða námi. Að eiga það ekki á hættu að verða innlyksa í vondum veðrum, eða að geta ekki sótt bjargir þegar hætta steðjar að. 2) Fólk af landsbyggðinni vill fá öruggt og stöðugt aðgengi að endurnýjanlegri orku. Það vill ekki þurfa að treysta á dísilvélar - á olíuknúið varaafl árið 2023. Ekki beint vandamál sem við borgarbörnin þekkjum. 3) Aðgengi að grundvallar - og bráða heilbrigðisþjónustu er eitthvað sem við borgarbúar tengjum e.t.v. fremur við tímann sem við eyðum á fjölmörgum biðstofum höfuðborgarsvæðisins. Víða um land er hins vegar ekki aðgengi að grunnþjónustu nema í töluverðri fjarlægð og skortur og rót á læknum er viðvarandi vandamál. 4) Og fólk á landsbyggðinni vill fjölbreyttari atvinnutækifæri svo fólk geti búið í dreifðum byggðum. Byggðum þar sem heilmikil verðmæti verða til fyrir þjóðarbúið. Við sem hugsum um fjölmarga byggðarkjarna um landið sem vetrarfrís- og afþreyingarstaði ættum að reyna að setja okkur í spor þeirra sem horfa á eftir yngri kynslóðum elta atvinnutækifærin til höfuðborgarsvæðisins. Og alltaf hugsa ég á heimleiðinni; er ekki bara hægt að verða við þessu? Kippa þessu í liðinn? Biður fólk af landsbyggðinni um of mikið? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samgöngur Landbúnaður Heilbrigðismál Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Um helgina lauk seinni legg hringferðar þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Við lögðum land undir fót fyrr á árinu, en áttum m.a. eftir að heimsækja Vestfirðina. Ég er Reykvíkingur í húð og hár, fædd og uppalin í höfuðborginni - þingmaður fyrir mitt kjördæmi í Reykjavík. Ég hef samt verið svo lánsöm að fá að hitta fólk á fundum um allt land undanfarin ár, bæði sem aðstoðarmaður ráðherra og nú sem kjörinn fulltrúi. Á þessum fundum kemur það mér alltaf jafn mikið á óvart hversu samhljóma umkvörtunarefni og tillögur fólks á landsbyggðinni eru. Sama hvar okkur ber niður er samhljómur með ábendingum þeirra og kröfum. Í samandregnu og einfölduðu máli eins og ég upplifi málflutning fólks eru þetta fjögur atriði: 1) Rík krafa um betri samgöngur. Og ekki í þeim skilningi sem við höfuðborgarbúar leggjum nú í hugtakið, heldur fremur að þurfa t.d. ekki að leggja líf sitt að veði til að komast til og frá vinnu eða námi. Að eiga það ekki á hættu að verða innlyksa í vondum veðrum, eða að geta ekki sótt bjargir þegar hætta steðjar að. 2) Fólk af landsbyggðinni vill fá öruggt og stöðugt aðgengi að endurnýjanlegri orku. Það vill ekki þurfa að treysta á dísilvélar - á olíuknúið varaafl árið 2023. Ekki beint vandamál sem við borgarbörnin þekkjum. 3) Aðgengi að grundvallar - og bráða heilbrigðisþjónustu er eitthvað sem við borgarbúar tengjum e.t.v. fremur við tímann sem við eyðum á fjölmörgum biðstofum höfuðborgarsvæðisins. Víða um land er hins vegar ekki aðgengi að grunnþjónustu nema í töluverðri fjarlægð og skortur og rót á læknum er viðvarandi vandamál. 4) Og fólk á landsbyggðinni vill fjölbreyttari atvinnutækifæri svo fólk geti búið í dreifðum byggðum. Byggðum þar sem heilmikil verðmæti verða til fyrir þjóðarbúið. Við sem hugsum um fjölmarga byggðarkjarna um landið sem vetrarfrís- og afþreyingarstaði ættum að reyna að setja okkur í spor þeirra sem horfa á eftir yngri kynslóðum elta atvinnutækifærin til höfuðborgarsvæðisins. Og alltaf hugsa ég á heimleiðinni; er ekki bara hægt að verða við þessu? Kippa þessu í liðinn? Biður fólk af landsbyggðinni um of mikið? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun