„Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Lovísa Arnardóttir skrifar 25. febrúar 2025 07:02 Markmið lögreglunnar var að koma ráðherrum til og frá fundi ríkisstjórnarinnar. Vísir/Elín Margrét Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. Aðalmeðferð fór fram síðasta föstudag í máli nímenninga sem stefndu ríkinu vegna valdbeitingar lögreglu, aðallega beitingu piparúða, á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Hvert þeirra krefst 800 þúsund króna í miskabætur vegna óhóflegra aðgerða lögreglunnar á mótmælunum. Í málinu er fjallað um réttinn til að mótmæla, sem er hluti af tjáningarfrelsinu, og það rammað inn hvað má og hvað má ekki gera á mótmælum. Hvort það teljist til friðsamlegra mótmæla að tefja för ráðherra með því að leggjast í götu og fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Á sama tíma er það skoðað við hvaða aðstæður valdbeiting lögreglu, að beita piparúða, á rétt á sér og í hvaða röð valdbeitingin eigi að vera. Aðalmeðferðin fór fram á föstudag sem þýðir að niðurstöðu má vænta í málinu eftir um fjórar vikur. Átta af níu stefnendum gáfu skýrslu á föstudag auk nokkurra lögreglumanna sem voru á vettvangi og vitna. Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri stýrði aðgerðum á vettvangi þennan dag. Myndin er tekin sama dag og mótmælin fóru fram.Stöð 2 Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri stýrði aðgerðum á vettvangi þennan dag. Hann var fyrstur lögreglumannanna til að gefa skýrslu. Fram kom í máli hans að alls hefðu verið um 15 til 16 lögreglumenn á vettvangi eftir að búið var að kalla til liðsauka. Arnar Rúnar hefur verið í deild mannfjöldastjórnunar um árabil en sú deild sér um viðbúnað á mótmælum og öðrum stórum viðburðum. Arnar Rúnar sagði að til að byrja með hefði verið metið að tíu menn ættu að duga en tók fram að á öðrum álíka viðburðum hefðu þeir verið átta til tíu. „Þetta var nánast eins og rútína,“ sagði Arnar fyrir dómi og vísaði til þess að lögregla hafði verið með viðbúnað á fjölda mótmæla vegna sama tilefnis dagana og vikurnar áður. Hann sagði lögreglu því hafa skipulagt hefðbundinn viðbúnað, tíu menn, og aðgerðin hefði snúist um að koma ráðherrunum til og frá fundi og að halda allsherjarreglu. Endaði ófriðsamlega „Þetta byrjaði ágætlega,“ sagði Arnar en það hafi verið meiri hiti í fólki og tilfinningar en oft áður. Fólk neitaði að færa sig þegar lögregla gaf fyrirmæli um það eða var lengur að færa sig. Þá sagði hann fólk hafa hundsað það þegar lögregla ýtti við þeim og lögregla jafnvel þurft að ýta við sama fólkinu aftur og aftur. „Þetta byrjaði friðsamlega en endaði sem ófriðsamlegt,“ sagði hann. Rauðu punktarnir eru lokanir, fólkið er staðsetning mótmælenda og örvar sýna akstursleið ráðherranna.Vísir/Sara Við aðalmeðferðina var vel farið yfir aðstæður á vettvangi og markmið aðgerða lögreglunnar, sem var að koma ráðherrum til og frá dómsal og að halda allsherjarreglu. Fundur ráðherranna fór fram í húsnæði umhverfisráðuneytisins í Skuggasundi og hafði lögregla komið upp lokunum við báða enda Skuggasundsins auk þess sem þriðju lokuninni var komið fyrir í porti á milli húsa. Portið leiddi út á bílastæði þar sem bílstjórar einhverra ráðherranna höfðu lagt bílum þeirra á meðan fundi stóð. Skýringarmynd af þessu má sjá hér að neðan en í upptökum má sjá að mótmælendur héldu mestmegnis til við lokanir í Skuggasundi en þar fóru einnig fram aðgerðir lögreglunnar. Fyrstu mótmælendur voru mættir um 8.30 þegar fundur ráðherra hófst. Öllu var síðan lokið um klukkan 11. Arnar Rúnar lýsti því fyrir dómi að mótmælendur hefðu haldið til á þremur stöðum, auk þess að halda til við lokanir við gatnamót Skuggasunds og Lindargötu og Skuggasunds og Sölvólsgötu hefði lítill hluti þeirra haldið til við portið sem leiddi út á bílastæði bak við ráðuneytið. Auk þess hefði þetta verið eina leiðin til að komast á milli staða og því hafi mótmælendur reglulega hlaupið yfir bílastæðið til að komast til hópsins hinum megin. Arnar Rúnar sagði mótmælendur ítrekað hafa hundsað fyrirmæli lögreglunnar þegar ráðherrabílunum var ekið inn fyrir lokun til að koma með ráðherra og til að sækja þá. Lögregla hafi vísað fólki af götunni og þegar það virkaði ekki stuggaði hún við þeim. Hér er portið sem fyrst átti að fara með ráðherrana í gegnum og þannig beint á bílastæðið. Arnar Rúnar mat svo að það væri ekki öruggt. Í portinu er útgangur úr ráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Það hafi gengið með herkjum að koma öllum ráðherrum á fundinn en svo hafi fyrsti ráðherrann viljað fara um tveimur tímum seinna, um klukkan tíu. Hann hafi ætlað í gegnum portið en Arnar taldi það ekki ganga upp vegna þess hve þröngt væri þar auk þess sem þar væri aðgangshlið til að komast út af bílastæðinu sem tefði för ráðherra út af bílastæðinu. „Ég skoðaði sjálfur þann möguleika en sá að sú leið var ófær vegna þess að fólk var að fara á milli,“ sagði Arnar Rúnar. Hann sagðist jafnframt hafa haft heimildir fyrir því að mótmælendur hafi ætlað að ráðast að inngangi ráðuneytisins til að hindra ráðherra við að fara út. Því hafi verið ákveðið á síðustu stundu að bílstjórar ráðherranna myndu sækja þá upp að dyrum. Auk þess hafi lögregla gert ráð fyrir því að ef ráðherrar færu í gegnum portið myndu mótmælendur einfaldlega færa sig þangað og aðstæður þar væru erfiðari fyrir lögreglu. Því hafi verið ákveðið að ráðherrabílunum yrði ekið í gegnum lokanir beggja vegna Skuggasunds og þar með í gegnum mótmælin á tveimur stöðum, við gatnamót Skuggasunds og Lindargötu og Skuggasunds og Sölvhólsgötu. Úðinn í mannfjöldastjórnun vægari Sýndar voru myndbandsupptökur úr farsímum, öryggismyndavélum og búkmyndavélum við aðalmeðferðina. Upptökurnar sýndu atburðarásina sem átti sér stað nokkuð vel. Vísir óskaði eftir því að fá upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru viðstaddir afhentar en var synjað um þær með vísan til ákvæða laga og reglna um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, ákvæði upplýsingalaga, sakamálalaga og lögreglulaga. Í upptökunum má sjá að þegar fyrsti ráðherrabíllinn er að fara reyna mótmælendur að hindra för hans en bíllinn kemst þó að enda í gegn. Eftir að hann er kominn í gegnum fyrri lokun, að ofan, byrjar lögregla svo að beita piparúða. Þó að ekki sjáist annar ráðherrabíll í upptökunum sagði Arnar Rúnar þá hafa beðið í röð eftir því að komast í gegn. Hann sagði lögregluna ekki hafa átt annarra kosta völ en að beita piparúða á þessum tímapunkti. Lögregla hafi reynt aðrar valdbeitingaraðferðir sem voru að gefa fyrirmæli, ýta við mótmælendum og færa þá af götunni. Hann sagði jafnframt að þegar lögregla beitti úðanum hafi verið búið að tilkynna aðgerðastjórn og hans næsta yfirmanni um að það væri möguleiki að þess myndi þurfa. Þá var sömuleiðis búið að kalla til sjúkrabíl í þeim tilgangi að veita fólki aðhlynningu sem yrði fyrir úðanum. Arnar Rúnar útskýrði einnig að úðinn sem notaður er við þessar aðstæður er ekki sami úði og er notaður þegar lögregla reynir að yfirbuga menn með vopn og slíkt. Þessi úði sem er notaður við mannfjöldastjórnun sé fjórum sinnum vægari. Mótmælin fóru fram við gatnamót Skuggasunds og Lindargötu og gatnamót Skuggasunds og Sölvhólsgötu.Vísir/Vilhelm „Undir venjulegum kringumstæðum hefði þetta fólk verið handtekið en það tekur tvo lögreglumenn frá störfum,“ sagði Arnar. Ekki hafi verið mannskapur í það. „Í þessu verkefni var stuðst við meðalhóf á öllum stigum málsins,“ segir Arnar og að ekki hafi verið hægt að gera þetta með vægari hætti. Sem er sama niðurstaða og Nefnd um eftirlit með lögreglu komst að og var fjallað um í fyrrasumar. Nefndin taldi engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin. Lögregla var sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum og taldi nefndin ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna málsins. „Ég efast ekki um að þetta hafi verið rétt,“ sagði Arnar og að ákvörðunin um að beita úðanum hafi alfarið verið hans. „Við vorum að vinna þetta maður á mann og það eru aðstæður sem við viljum síst vera í,“ sagði Arnar. Fleiri lögreglumenn tóku til máls við aðalmeðferðina. Til dæmis lögreglumaður sem sá um öryggismálin innan ráðuneytisins. „Þetta lið er snarklikkað og ég held það hafi fengið smá lexíu“ Hann var sammála frásögn Arnars Rúnars um að það hefði verið skoðað að koma ráðherranum af fundi í gegnum portið en að Arnar hafi ekki metið leiðina færa. Hann staðfesti jafnframt að Arnar Rúnar hefði einn tekið þá ákvörðun að beita piparúðanum. Við aðalmeðferðina voru spilaðar upptökur úr samtölum þessa lögreglumanns við Arnar Rúnar á meðan á aðgerðum lögreglu stóð og eftir að piparúðanum var beitt. Í einni upptökunni sem er spiluð má heyra hann spyrja Arnar hvort „það þurfi ekki bara að gasa fólkið til að koma ráðherrunum frá“. Þetta lið er snarklikkað og ég held það hafi fengið smá lexíu Arnar Rúnar Marteinsson Lögreglumaðurinn var spurður um þessi ummæli og hvort þau hafi verið fyrirmæli til Arnars, sem stýrði vettvanginum. Lögreglumaðurinn sagði svo ekki hafa verið. Þeir hafi einfaldlega verið að ræða möguleika en Arnar Rúnar borið ábyrgð á vettvanginum. Í öðru samtali má heyra lögreglumanninn segja að hann hefði viljað vera með tvo til þrjá brúsa sjálfur en vegna þess að hann sá um öryggismál inni tók hann ekki þátt í því að beita piparúða eða neinum aðgerðum lögreglu við lokanir. Hann segir svo um mótmælendur: „Þetta lið er snarklikkað“. „Snarklikkað, og ég held það hafi fengið smá lexíu,“ svarar þá Arnar Rúnar. Lögreglumaðurinn svarar því og segir: „Þetta gekk bara vel“. Því svarar Arnar Rúnar á þessa leið: „Ég held að það sé enginn meiddur og enginn laminn“. Allar ákvarðanir Arnars réttar Þessar upptökur voru bornar undir lögreglumanninn fyrir dómi. Hann sagðist algjörlega sammála öllum ákvörðunum Arnars og að hann mæti þær sem réttar við þær aðstæður sem voru. „Eftir á að hyggja hefði verið betra að vera með fleiri lögreglumenn en það var ekki hægt. Til að búa til mannlegan vegg en það þarf mjög marga menn,“ sagði hann. Spurður hvort hann hafi talið ráðherrana í hættu sagði hann mótmælendur hafa slegið í bílana með flötum lófa og lögregluna jafnvel hafa óttast að mótmælendur gætu tekið upp á því að kasta einhverju í ráðherrabílana. „Við mátum það þannig að þetta hefðu getað verið hættulegar aðstæður.“ Þrír aðrir lögreglumenn gáfu skýrslu fyrir dómi og lýstu svipaðri upplifun. Að aðstæður hafi ekki verið eins og á fyrri mótmælum og að mótmælendur hafi ekki hlýtt fyrirmælum. Einn sagðist ekki hafa upplifað mótmælin sem friðsamleg þegar mótmælendur reyndu ítrekað að tefja för ráðamanna. Einn lögreglumaður slasaður Annar lýsir miklum óróa í upphafi mótmælanna en hann var ekki sjálfur viðstaddur þegar úðanum var beitt vegna þess að hann slasaðist á vettvangi á hæl þegar einum ráðherrabílnum var ekið yfir hæl hans. „Það var einhver svona ákveðinn órói,“ sagði lögreglumaðurinn og að það hefði eitthvað legið í loftinu. Þetta byrjaði venjulega en mér leið eins og það væri meiri hiti í mannskapnum. Hann sagði lögregluna hafa þurft að ryðja leið fyrir ráðherrabílana, hafi ítrekað notað fyrirmæli en fólk ekki orðið við þeim. Fólki hafi sömuleiðis verið ýtt upp á gangstétt. „Þarna var meðalhófs alveg gætt til hins ítrasta,“ sagði hann um aðgerðir lögreglunnar og ákvörðunina um að beita piparúða. „Helvítis dýrið“ Við aðalmeðferð voru upptökur af öðrum lögreglumönnum bornar undir lögreglumennina sem gáfu skýrslu en vegna þess að ekki var um að ræða þeirra eigin ummæli gátu þeir ekki svarað fyrir þau. Meðal ummæla sem komu fram í upptökunum voru eins lögreglumanns sem vísaði til eins mótmælenda sem „helvítis dýrs“. Ummælin voru í samtali tveggja lögreglumanna eftir að piparúðanum hafði verið beitt við gatnamót Skuggasunds og Lindargötunnar. Í sama samtali segir annar þeirra að hann hafi verið orðinn smeykur við mótmælendur og hinn: „Þeir voru eiginlega nokkrir búnir að biðja um það“ og svo hlæja þeir að því. Þá má einnig heyra lögreglumenn tala um að „láta mótmælendur hlýða“ á meðan þeir hrópa að þeim að þeir eigi að „fara burtu af götunni“. „Gasa þetta nógu mikið,“ segir einn á meðan annar segir að hann sé þegar búinn að nota tvo brúsa. „Við erum búnir að gasa töluvert af fólki,“ segir einn lögreglumaðurinn og annar talar um að „slökkva aðeins í þessu“ með piparúða þá. Í annarri upptöku má sjá og heyra lögreglumann biðja mótmælendur ítrekað um að færa sig af götunni. Þá má einnig sjá lögreglumenn draga mótmælendur af götunni og upp á gangstétt svo að bílar ráðherra ríkisstjórnarinnar komist inn í Skuggasund og út af því. Þegar lögreglumönnum gengur illa að fá mótmælendur af götunni má heyra Arnar Rúnar tilkynna að lögreglumennirnir eigi að draga upp piparúðann sem hótun. Ekki líður á löngu þar til búið er að spreyja á mótmælendur. Eftir að búið er að beita piparúðanum öðru megin við lokun í Skuggasundi fer Arnar Rúnar, með lögreglumennina, að hinni lokuninni og segir við þá að hugsanlega þurfi að beita piparúða þar líka til að koma mótmælendum frá. „Ertu tómur? Ertu með nóg af gasi?“ Þegar hann kemur að lokuninni biður hann fólkið að færa sig frá hliðunum og götunni og tilkynnir þeim að lögreglan ætli að ryðja þeim frá og að lögreglan muni annars nota piparúða. Á sama tíma eru aðrir lögreglumenn að draga mótmælendur af götunni. „Burtu af götunni, hlýða,“ hrópar hann og byrjar að beita piparúðanum á mótmælendur á nánast sama tíma. Á einum tímapunkti má svo sjá Arnar Rúnar taka upp kylfu og tilkynna mótmælendum að það sé heimild fyrir því að nota hana. Ekki kom þó til þess á þessum mótmælum. Eftir að aðgerðunum lauk má heyra lögreglumennina tala saman í annarri upptöku um hversu mikinn úða þeir hafi notað og hversu mikið þeir eigi eftir. Þá ræða þeir einnig um „ungu lögreglumennina“ og að þeir séu smeykir við að nota piparúðann. Einn lögreglumaðurinn segist í öðru samtali eiga nóg eftir. „Ertu tómur? Ertu með nóg af gasi? Við þurfum að taka fund greinilega,“ segir einn lögreglumaðurinn og mætti skilja það þannig að honum þyki ekki gott að hann hafi ekki spreyjað nóg yfir mótmælendur. Eftir að öllu er lokið má svo heyra einn lögreglumanninn tala um að það hafi verið leiðinlegt að „missa af þessu“. Afleiðingar ofbeldisins miklar Stefnendur í málinu eru alls níu og fjallað var um vitnisburð þeirra í aðalmeðferðinni í gær á Vísi. Í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra og vitnisburði fyrir dómi kom fram að aðgerðir lögreglunnar á mótmælunum höfðu djúp áhrif á þau, líkamlega og andlega. Þar kom jafnframt fram að með dómsmálinu vonuðust þau eftir því að skapa fordæmi um að það hafi afleiðingar fyrir lögregluna „þegar hún beitir ofbeldi gegn mótmælendum og að þolendum slíks ofbeldis séu borgaðar skaðabætur. Það er mikilvægt að skapa réttarfarslega hefð sem hægt er að styðjast við í framtíðinni þegar lögreglan brýtur á mótmælendum.“ Þau segja jafnframt afleiðingar ofbeldisins ólíkar fyrir hvert þeirra en meðal afleiðinga megi nefna aukinn ótta og reiði gagnvart lögreglunni. Þá hafi þau áhyggjur af afkomu sinni og atvinnumöguleikum og að þau kvíði því að mæta á mótmæli. „En það er ekki vegna persónulegra afleiðinga sem við ákváðum að fara í mál. Lögregluofbeldi gegn frelsishreyfingu Palestínu er enn ein leið yfirvalda um allan heim til að koma í veg fyrir að Palestína verði frjáls. Þetta dómsmál er pínulítill hluti af baráttunni fyrir frelsinu til að spyrna fótum við yfirgangi, ofbeldi og eyðileggingu þeirra valdamiklu gegn alþýðu og lífríki jarðarinnar,“ segir að lokum. Í reglugerð um valdbeitingu lögreglumanna er fjallað um þau úrræði sem standa lögreglumönnum til boða og þau sett upp í röð eftir því hvernig þau stigmagnast. Efst í stigveldinu er skotvopn en fyrir neðan að kylfa og táragas þriðja efst. Fyrir neðan táragasið eru lögregluhundar, fjötrar, lögreglutök og skipanir. Í reglugerðinni segir að beiting úðavopns teljist vægari aðferð en beiting kylfu og er tekið fram að lögreglumenn verði að geta rökstutt beitingu úðavopna og ljóst þurfi að vera að önnur vægari úrræði hafi ekki dugað. „Almennt er ætlast til þess að beita úðavopni gegn manni innanhúss. Þó er unnt að beita efninu utanhúss en þá þarf að huga að vindátt. Reynt skal að sprauta á neðri hluta andlits. Það tekur efnið frá 1 - 30 sekúndur að hafa áhrif. Varað er við því að ekki er öruggt að efnið hafi tilætluð áhrif á einstakling sem er undir miklum áhrifum vímuefna eða er alvarlega geðtruflaður,“ segir í reglugerðinni. Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka mál níu mótmælenda á hendur ríkisins fyrir þann 8. nóvember næstkomandi. Mótmælendur hafa farið fram á skaðabætur vegna framgöngu lögreglu á mótmælum við Skuggasund þann 31. maí síðastliðinn. Nefnd um eftirlit með lögreglu taldi engar vísbendingar um ámælisverða háttsemi lögreglumanna. 31. október 2024 21:58 Segja aðgerðir lögreglu úr hófi og vilja miskabætur Níu mótmælendur krefjast miskabóta frá ríkinu vegna þess sem þeir segja harkalegar og tilhæfulausar aðgerðir lögreglu 31. maí síðastliðinn. 27. júní 2024 13:34 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram síðasta föstudag í máli nímenninga sem stefndu ríkinu vegna valdbeitingar lögreglu, aðallega beitingu piparúða, á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Hvert þeirra krefst 800 þúsund króna í miskabætur vegna óhóflegra aðgerða lögreglunnar á mótmælunum. Í málinu er fjallað um réttinn til að mótmæla, sem er hluti af tjáningarfrelsinu, og það rammað inn hvað má og hvað má ekki gera á mótmælum. Hvort það teljist til friðsamlegra mótmæla að tefja för ráðherra með því að leggjast í götu og fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Á sama tíma er það skoðað við hvaða aðstæður valdbeiting lögreglu, að beita piparúða, á rétt á sér og í hvaða röð valdbeitingin eigi að vera. Aðalmeðferðin fór fram á föstudag sem þýðir að niðurstöðu má vænta í málinu eftir um fjórar vikur. Átta af níu stefnendum gáfu skýrslu á föstudag auk nokkurra lögreglumanna sem voru á vettvangi og vitna. Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri stýrði aðgerðum á vettvangi þennan dag. Myndin er tekin sama dag og mótmælin fóru fram.Stöð 2 Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri stýrði aðgerðum á vettvangi þennan dag. Hann var fyrstur lögreglumannanna til að gefa skýrslu. Fram kom í máli hans að alls hefðu verið um 15 til 16 lögreglumenn á vettvangi eftir að búið var að kalla til liðsauka. Arnar Rúnar hefur verið í deild mannfjöldastjórnunar um árabil en sú deild sér um viðbúnað á mótmælum og öðrum stórum viðburðum. Arnar Rúnar sagði að til að byrja með hefði verið metið að tíu menn ættu að duga en tók fram að á öðrum álíka viðburðum hefðu þeir verið átta til tíu. „Þetta var nánast eins og rútína,“ sagði Arnar fyrir dómi og vísaði til þess að lögregla hafði verið með viðbúnað á fjölda mótmæla vegna sama tilefnis dagana og vikurnar áður. Hann sagði lögreglu því hafa skipulagt hefðbundinn viðbúnað, tíu menn, og aðgerðin hefði snúist um að koma ráðherrunum til og frá fundi og að halda allsherjarreglu. Endaði ófriðsamlega „Þetta byrjaði ágætlega,“ sagði Arnar en það hafi verið meiri hiti í fólki og tilfinningar en oft áður. Fólk neitaði að færa sig þegar lögregla gaf fyrirmæli um það eða var lengur að færa sig. Þá sagði hann fólk hafa hundsað það þegar lögregla ýtti við þeim og lögregla jafnvel þurft að ýta við sama fólkinu aftur og aftur. „Þetta byrjaði friðsamlega en endaði sem ófriðsamlegt,“ sagði hann. Rauðu punktarnir eru lokanir, fólkið er staðsetning mótmælenda og örvar sýna akstursleið ráðherranna.Vísir/Sara Við aðalmeðferðina var vel farið yfir aðstæður á vettvangi og markmið aðgerða lögreglunnar, sem var að koma ráðherrum til og frá dómsal og að halda allsherjarreglu. Fundur ráðherranna fór fram í húsnæði umhverfisráðuneytisins í Skuggasundi og hafði lögregla komið upp lokunum við báða enda Skuggasundsins auk þess sem þriðju lokuninni var komið fyrir í porti á milli húsa. Portið leiddi út á bílastæði þar sem bílstjórar einhverra ráðherranna höfðu lagt bílum þeirra á meðan fundi stóð. Skýringarmynd af þessu má sjá hér að neðan en í upptökum má sjá að mótmælendur héldu mestmegnis til við lokanir í Skuggasundi en þar fóru einnig fram aðgerðir lögreglunnar. Fyrstu mótmælendur voru mættir um 8.30 þegar fundur ráðherra hófst. Öllu var síðan lokið um klukkan 11. Arnar Rúnar lýsti því fyrir dómi að mótmælendur hefðu haldið til á þremur stöðum, auk þess að halda til við lokanir við gatnamót Skuggasunds og Lindargötu og Skuggasunds og Sölvólsgötu hefði lítill hluti þeirra haldið til við portið sem leiddi út á bílastæði bak við ráðuneytið. Auk þess hefði þetta verið eina leiðin til að komast á milli staða og því hafi mótmælendur reglulega hlaupið yfir bílastæðið til að komast til hópsins hinum megin. Arnar Rúnar sagði mótmælendur ítrekað hafa hundsað fyrirmæli lögreglunnar þegar ráðherrabílunum var ekið inn fyrir lokun til að koma með ráðherra og til að sækja þá. Lögregla hafi vísað fólki af götunni og þegar það virkaði ekki stuggaði hún við þeim. Hér er portið sem fyrst átti að fara með ráðherrana í gegnum og þannig beint á bílastæðið. Arnar Rúnar mat svo að það væri ekki öruggt. Í portinu er útgangur úr ráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Það hafi gengið með herkjum að koma öllum ráðherrum á fundinn en svo hafi fyrsti ráðherrann viljað fara um tveimur tímum seinna, um klukkan tíu. Hann hafi ætlað í gegnum portið en Arnar taldi það ekki ganga upp vegna þess hve þröngt væri þar auk þess sem þar væri aðgangshlið til að komast út af bílastæðinu sem tefði för ráðherra út af bílastæðinu. „Ég skoðaði sjálfur þann möguleika en sá að sú leið var ófær vegna þess að fólk var að fara á milli,“ sagði Arnar Rúnar. Hann sagðist jafnframt hafa haft heimildir fyrir því að mótmælendur hafi ætlað að ráðast að inngangi ráðuneytisins til að hindra ráðherra við að fara út. Því hafi verið ákveðið á síðustu stundu að bílstjórar ráðherranna myndu sækja þá upp að dyrum. Auk þess hafi lögregla gert ráð fyrir því að ef ráðherrar færu í gegnum portið myndu mótmælendur einfaldlega færa sig þangað og aðstæður þar væru erfiðari fyrir lögreglu. Því hafi verið ákveðið að ráðherrabílunum yrði ekið í gegnum lokanir beggja vegna Skuggasunds og þar með í gegnum mótmælin á tveimur stöðum, við gatnamót Skuggasunds og Lindargötu og Skuggasunds og Sölvhólsgötu. Úðinn í mannfjöldastjórnun vægari Sýndar voru myndbandsupptökur úr farsímum, öryggismyndavélum og búkmyndavélum við aðalmeðferðina. Upptökurnar sýndu atburðarásina sem átti sér stað nokkuð vel. Vísir óskaði eftir því að fá upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru viðstaddir afhentar en var synjað um þær með vísan til ákvæða laga og reglna um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, ákvæði upplýsingalaga, sakamálalaga og lögreglulaga. Í upptökunum má sjá að þegar fyrsti ráðherrabíllinn er að fara reyna mótmælendur að hindra för hans en bíllinn kemst þó að enda í gegn. Eftir að hann er kominn í gegnum fyrri lokun, að ofan, byrjar lögregla svo að beita piparúða. Þó að ekki sjáist annar ráðherrabíll í upptökunum sagði Arnar Rúnar þá hafa beðið í röð eftir því að komast í gegn. Hann sagði lögregluna ekki hafa átt annarra kosta völ en að beita piparúða á þessum tímapunkti. Lögregla hafi reynt aðrar valdbeitingaraðferðir sem voru að gefa fyrirmæli, ýta við mótmælendum og færa þá af götunni. Hann sagði jafnframt að þegar lögregla beitti úðanum hafi verið búið að tilkynna aðgerðastjórn og hans næsta yfirmanni um að það væri möguleiki að þess myndi þurfa. Þá var sömuleiðis búið að kalla til sjúkrabíl í þeim tilgangi að veita fólki aðhlynningu sem yrði fyrir úðanum. Arnar Rúnar útskýrði einnig að úðinn sem notaður er við þessar aðstæður er ekki sami úði og er notaður þegar lögregla reynir að yfirbuga menn með vopn og slíkt. Þessi úði sem er notaður við mannfjöldastjórnun sé fjórum sinnum vægari. Mótmælin fóru fram við gatnamót Skuggasunds og Lindargötu og gatnamót Skuggasunds og Sölvhólsgötu.Vísir/Vilhelm „Undir venjulegum kringumstæðum hefði þetta fólk verið handtekið en það tekur tvo lögreglumenn frá störfum,“ sagði Arnar. Ekki hafi verið mannskapur í það. „Í þessu verkefni var stuðst við meðalhóf á öllum stigum málsins,“ segir Arnar og að ekki hafi verið hægt að gera þetta með vægari hætti. Sem er sama niðurstaða og Nefnd um eftirlit með lögreglu komst að og var fjallað um í fyrrasumar. Nefndin taldi engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin. Lögregla var sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum og taldi nefndin ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna málsins. „Ég efast ekki um að þetta hafi verið rétt,“ sagði Arnar og að ákvörðunin um að beita úðanum hafi alfarið verið hans. „Við vorum að vinna þetta maður á mann og það eru aðstæður sem við viljum síst vera í,“ sagði Arnar. Fleiri lögreglumenn tóku til máls við aðalmeðferðina. Til dæmis lögreglumaður sem sá um öryggismálin innan ráðuneytisins. „Þetta lið er snarklikkað og ég held það hafi fengið smá lexíu“ Hann var sammála frásögn Arnars Rúnars um að það hefði verið skoðað að koma ráðherranum af fundi í gegnum portið en að Arnar hafi ekki metið leiðina færa. Hann staðfesti jafnframt að Arnar Rúnar hefði einn tekið þá ákvörðun að beita piparúðanum. Við aðalmeðferðina voru spilaðar upptökur úr samtölum þessa lögreglumanns við Arnar Rúnar á meðan á aðgerðum lögreglu stóð og eftir að piparúðanum var beitt. Í einni upptökunni sem er spiluð má heyra hann spyrja Arnar hvort „það þurfi ekki bara að gasa fólkið til að koma ráðherrunum frá“. Þetta lið er snarklikkað og ég held það hafi fengið smá lexíu Arnar Rúnar Marteinsson Lögreglumaðurinn var spurður um þessi ummæli og hvort þau hafi verið fyrirmæli til Arnars, sem stýrði vettvanginum. Lögreglumaðurinn sagði svo ekki hafa verið. Þeir hafi einfaldlega verið að ræða möguleika en Arnar Rúnar borið ábyrgð á vettvanginum. Í öðru samtali má heyra lögreglumanninn segja að hann hefði viljað vera með tvo til þrjá brúsa sjálfur en vegna þess að hann sá um öryggismál inni tók hann ekki þátt í því að beita piparúða eða neinum aðgerðum lögreglu við lokanir. Hann segir svo um mótmælendur: „Þetta lið er snarklikkað“. „Snarklikkað, og ég held það hafi fengið smá lexíu,“ svarar þá Arnar Rúnar. Lögreglumaðurinn svarar því og segir: „Þetta gekk bara vel“. Því svarar Arnar Rúnar á þessa leið: „Ég held að það sé enginn meiddur og enginn laminn“. Allar ákvarðanir Arnars réttar Þessar upptökur voru bornar undir lögreglumanninn fyrir dómi. Hann sagðist algjörlega sammála öllum ákvörðunum Arnars og að hann mæti þær sem réttar við þær aðstæður sem voru. „Eftir á að hyggja hefði verið betra að vera með fleiri lögreglumenn en það var ekki hægt. Til að búa til mannlegan vegg en það þarf mjög marga menn,“ sagði hann. Spurður hvort hann hafi talið ráðherrana í hættu sagði hann mótmælendur hafa slegið í bílana með flötum lófa og lögregluna jafnvel hafa óttast að mótmælendur gætu tekið upp á því að kasta einhverju í ráðherrabílana. „Við mátum það þannig að þetta hefðu getað verið hættulegar aðstæður.“ Þrír aðrir lögreglumenn gáfu skýrslu fyrir dómi og lýstu svipaðri upplifun. Að aðstæður hafi ekki verið eins og á fyrri mótmælum og að mótmælendur hafi ekki hlýtt fyrirmælum. Einn sagðist ekki hafa upplifað mótmælin sem friðsamleg þegar mótmælendur reyndu ítrekað að tefja för ráðamanna. Einn lögreglumaður slasaður Annar lýsir miklum óróa í upphafi mótmælanna en hann var ekki sjálfur viðstaddur þegar úðanum var beitt vegna þess að hann slasaðist á vettvangi á hæl þegar einum ráðherrabílnum var ekið yfir hæl hans. „Það var einhver svona ákveðinn órói,“ sagði lögreglumaðurinn og að það hefði eitthvað legið í loftinu. Þetta byrjaði venjulega en mér leið eins og það væri meiri hiti í mannskapnum. Hann sagði lögregluna hafa þurft að ryðja leið fyrir ráðherrabílana, hafi ítrekað notað fyrirmæli en fólk ekki orðið við þeim. Fólki hafi sömuleiðis verið ýtt upp á gangstétt. „Þarna var meðalhófs alveg gætt til hins ítrasta,“ sagði hann um aðgerðir lögreglunnar og ákvörðunina um að beita piparúða. „Helvítis dýrið“ Við aðalmeðferð voru upptökur af öðrum lögreglumönnum bornar undir lögreglumennina sem gáfu skýrslu en vegna þess að ekki var um að ræða þeirra eigin ummæli gátu þeir ekki svarað fyrir þau. Meðal ummæla sem komu fram í upptökunum voru eins lögreglumanns sem vísaði til eins mótmælenda sem „helvítis dýrs“. Ummælin voru í samtali tveggja lögreglumanna eftir að piparúðanum hafði verið beitt við gatnamót Skuggasunds og Lindargötunnar. Í sama samtali segir annar þeirra að hann hafi verið orðinn smeykur við mótmælendur og hinn: „Þeir voru eiginlega nokkrir búnir að biðja um það“ og svo hlæja þeir að því. Þá má einnig heyra lögreglumenn tala um að „láta mótmælendur hlýða“ á meðan þeir hrópa að þeim að þeir eigi að „fara burtu af götunni“. „Gasa þetta nógu mikið,“ segir einn á meðan annar segir að hann sé þegar búinn að nota tvo brúsa. „Við erum búnir að gasa töluvert af fólki,“ segir einn lögreglumaðurinn og annar talar um að „slökkva aðeins í þessu“ með piparúða þá. Í annarri upptöku má sjá og heyra lögreglumann biðja mótmælendur ítrekað um að færa sig af götunni. Þá má einnig sjá lögreglumenn draga mótmælendur af götunni og upp á gangstétt svo að bílar ráðherra ríkisstjórnarinnar komist inn í Skuggasund og út af því. Þegar lögreglumönnum gengur illa að fá mótmælendur af götunni má heyra Arnar Rúnar tilkynna að lögreglumennirnir eigi að draga upp piparúðann sem hótun. Ekki líður á löngu þar til búið er að spreyja á mótmælendur. Eftir að búið er að beita piparúðanum öðru megin við lokun í Skuggasundi fer Arnar Rúnar, með lögreglumennina, að hinni lokuninni og segir við þá að hugsanlega þurfi að beita piparúða þar líka til að koma mótmælendum frá. „Ertu tómur? Ertu með nóg af gasi?“ Þegar hann kemur að lokuninni biður hann fólkið að færa sig frá hliðunum og götunni og tilkynnir þeim að lögreglan ætli að ryðja þeim frá og að lögreglan muni annars nota piparúða. Á sama tíma eru aðrir lögreglumenn að draga mótmælendur af götunni. „Burtu af götunni, hlýða,“ hrópar hann og byrjar að beita piparúðanum á mótmælendur á nánast sama tíma. Á einum tímapunkti má svo sjá Arnar Rúnar taka upp kylfu og tilkynna mótmælendum að það sé heimild fyrir því að nota hana. Ekki kom þó til þess á þessum mótmælum. Eftir að aðgerðunum lauk má heyra lögreglumennina tala saman í annarri upptöku um hversu mikinn úða þeir hafi notað og hversu mikið þeir eigi eftir. Þá ræða þeir einnig um „ungu lögreglumennina“ og að þeir séu smeykir við að nota piparúðann. Einn lögreglumaðurinn segist í öðru samtali eiga nóg eftir. „Ertu tómur? Ertu með nóg af gasi? Við þurfum að taka fund greinilega,“ segir einn lögreglumaðurinn og mætti skilja það þannig að honum þyki ekki gott að hann hafi ekki spreyjað nóg yfir mótmælendur. Eftir að öllu er lokið má svo heyra einn lögreglumanninn tala um að það hafi verið leiðinlegt að „missa af þessu“. Afleiðingar ofbeldisins miklar Stefnendur í málinu eru alls níu og fjallað var um vitnisburð þeirra í aðalmeðferðinni í gær á Vísi. Í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra og vitnisburði fyrir dómi kom fram að aðgerðir lögreglunnar á mótmælunum höfðu djúp áhrif á þau, líkamlega og andlega. Þar kom jafnframt fram að með dómsmálinu vonuðust þau eftir því að skapa fordæmi um að það hafi afleiðingar fyrir lögregluna „þegar hún beitir ofbeldi gegn mótmælendum og að þolendum slíks ofbeldis séu borgaðar skaðabætur. Það er mikilvægt að skapa réttarfarslega hefð sem hægt er að styðjast við í framtíðinni þegar lögreglan brýtur á mótmælendum.“ Þau segja jafnframt afleiðingar ofbeldisins ólíkar fyrir hvert þeirra en meðal afleiðinga megi nefna aukinn ótta og reiði gagnvart lögreglunni. Þá hafi þau áhyggjur af afkomu sinni og atvinnumöguleikum og að þau kvíði því að mæta á mótmæli. „En það er ekki vegna persónulegra afleiðinga sem við ákváðum að fara í mál. Lögregluofbeldi gegn frelsishreyfingu Palestínu er enn ein leið yfirvalda um allan heim til að koma í veg fyrir að Palestína verði frjáls. Þetta dómsmál er pínulítill hluti af baráttunni fyrir frelsinu til að spyrna fótum við yfirgangi, ofbeldi og eyðileggingu þeirra valdamiklu gegn alþýðu og lífríki jarðarinnar,“ segir að lokum. Í reglugerð um valdbeitingu lögreglumanna er fjallað um þau úrræði sem standa lögreglumönnum til boða og þau sett upp í röð eftir því hvernig þau stigmagnast. Efst í stigveldinu er skotvopn en fyrir neðan að kylfa og táragas þriðja efst. Fyrir neðan táragasið eru lögregluhundar, fjötrar, lögreglutök og skipanir. Í reglugerðinni segir að beiting úðavopns teljist vægari aðferð en beiting kylfu og er tekið fram að lögreglumenn verði að geta rökstutt beitingu úðavopna og ljóst þurfi að vera að önnur vægari úrræði hafi ekki dugað. „Almennt er ætlast til þess að beita úðavopni gegn manni innanhúss. Þó er unnt að beita efninu utanhúss en þá þarf að huga að vindátt. Reynt skal að sprauta á neðri hluta andlits. Það tekur efnið frá 1 - 30 sekúndur að hafa áhrif. Varað er við því að ekki er öruggt að efnið hafi tilætluð áhrif á einstakling sem er undir miklum áhrifum vímuefna eða er alvarlega geðtruflaður,“ segir í reglugerðinni.
Í reglugerð um valdbeitingu lögreglumanna er fjallað um þau úrræði sem standa lögreglumönnum til boða og þau sett upp í röð eftir því hvernig þau stigmagnast. Efst í stigveldinu er skotvopn en fyrir neðan að kylfa og táragas þriðja efst. Fyrir neðan táragasið eru lögregluhundar, fjötrar, lögreglutök og skipanir. Í reglugerðinni segir að beiting úðavopns teljist vægari aðferð en beiting kylfu og er tekið fram að lögreglumenn verði að geta rökstutt beitingu úðavopna og ljóst þurfi að vera að önnur vægari úrræði hafi ekki dugað. „Almennt er ætlast til þess að beita úðavopni gegn manni innanhúss. Þó er unnt að beita efninu utanhúss en þá þarf að huga að vindátt. Reynt skal að sprauta á neðri hluta andlits. Það tekur efnið frá 1 - 30 sekúndur að hafa áhrif. Varað er við því að ekki er öruggt að efnið hafi tilætluð áhrif á einstakling sem er undir miklum áhrifum vímuefna eða er alvarlega geðtruflaður,“ segir í reglugerðinni.
Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka mál níu mótmælenda á hendur ríkisins fyrir þann 8. nóvember næstkomandi. Mótmælendur hafa farið fram á skaðabætur vegna framgöngu lögreglu á mótmælum við Skuggasund þann 31. maí síðastliðinn. Nefnd um eftirlit með lögreglu taldi engar vísbendingar um ámælisverða háttsemi lögreglumanna. 31. október 2024 21:58 Segja aðgerðir lögreglu úr hófi og vilja miskabætur Níu mótmælendur krefjast miskabóta frá ríkinu vegna þess sem þeir segja harkalegar og tilhæfulausar aðgerðir lögreglu 31. maí síðastliðinn. 27. júní 2024 13:34 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka mál níu mótmælenda á hendur ríkisins fyrir þann 8. nóvember næstkomandi. Mótmælendur hafa farið fram á skaðabætur vegna framgöngu lögreglu á mótmælum við Skuggasund þann 31. maí síðastliðinn. Nefnd um eftirlit með lögreglu taldi engar vísbendingar um ámælisverða háttsemi lögreglumanna. 31. október 2024 21:58
Segja aðgerðir lögreglu úr hófi og vilja miskabætur Níu mótmælendur krefjast miskabóta frá ríkinu vegna þess sem þeir segja harkalegar og tilhæfulausar aðgerðir lögreglu 31. maí síðastliðinn. 27. júní 2024 13:34