Golf

Skaut kúlunni í rassinn á kylfusveini

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Max Homa komst í gegnum niðurskurðinn á Masters.
Max Homa komst í gegnum niðurskurðinn á Masters. getty/David Cannon

Bandaríski kylfingurinn Max Homa reiddist mjög þegar hann skaut golfboltanum í kylfusvein á Masters-mótinu í gær.

Á 8. holu Augusta vallarins í Georgíu sló Homa boltanum í rassinn á kylfusvein sem gáði ekki að sér. Homa brást illa við og hrópaði á kylfusveininn óheppna.

Þrátt fyrir þetta óhapp fékk Homa par á 8. holunni. Hann lék fyrsta hringinn á tveimur höggum yfir pari en lék á tveimur höggum undir pari í gær og komst í gegnum niðurskurðinn. Bandaríkjamaðurinn er í 27. sæti mótsins.

Homa lenti í 3. sæti á Masters í fyrra. Hann lék þá á fjórum höggum undir pari og var sjö höggum á eftir sigurvegaranum Scottie Scheffler.

Homa, sem er í 81. sæti heimslistans, er að keppa á sínu sjötta Masters-móti.

Bein útsending frá þriðja degi Masters hefst klukkan 16:00 á Stöð 2 Sport 4. Hitað verður upp fyrir þriðja daginn frá klukkan 15:30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×