Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir háttsettum Hamas-liða nú í morgun en Ísraelar höfðu fyrir sitt leiti samþykkt tillöguna í gærkvöldi.
Ísraelskir miðlar segja að tillagan gangi út á að Hamas afhendi um tíu lifandi gísla sem þeir hafa enn í haldi auk líkamsleifa átján annnara sem hafa látist. Í staðinn áttu Hamas að fá sextíu daga vopnahlé og nokkra félaga sína leysta úr ísraelskum fangelsum.
Hamas-liðinn sem rætt er við á BBC segir að tillagan uppfylli ekki grundvallarskilyrði þeirra, sem er að binda enda á stríðsátökin á Gasa.
Ísreaelar settu Gasa í herkví þann átjánda mars síðastliðinn og talið er að um fjögurþúsund manns hafi látið lífið síðustu tíu vikurnar. Sameinuðu þjóðirnar segja að um 600 þúsund hafi þurft að leggja á flótta enn og aftur eftir að Ísraelsher hóf sókn sína að nýju inn á hluta svæðisins.