Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar 27. ágúst 2025 19:33 Tillögur Viðskiptaráðs til ríkisins um atvinnustefnu þess endurspegla hugsun sem setur rekstrarumhverfi fyrirtækja í fyrsta sæti, en gerir það á kostnað samfélagsins sem þau byggja á. Þar eru skattkerfið, regluverkið og opinber þjónusta sett fram sem hindranir á meðan grunnstoðir samfélagsins, heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið, eru skilgreindar sem byrði. Í augum viðskiptaráðs er framleiðni, stöðugleiki og alþjóðleg samkeppnishæfni taldar lykilforsendur hagsældar: ef fyrirtæki dafna, skapast störf, aukin verðmætasköpun og þar með bætt lífskjör. Þetta sjónarhorn er ekki rangt í sjálfu sér, en það segir aðeins hálfa söguna. Á móti stendur sú sýn að hagsæld byggist ekki eingöngu á mælanlegum hagvaxtartölum heldur á því hvernig samfélagið heldur utan um fólk: hvort það hafi húsnæði, hvort það njóti jafnra tækifæra og hvort það búi við öryggi og traust til framtíðar. Það má segja að hér rekist tvö gildiskerfi á: annars vegar hagfræðileg skilgreining á árangri sem mælir framleiðni og verga landsframleiðslu á mann, hins vegar samfélagsleg sýn sem mælir gæði lífsins og styrk samheldninnar. Við getum ekki hunsað annað kerfið án þess að veikja hitt, því þau eru ekki andstæður heldur tvær hliðar sama tenings. Án félagslegs öryggis veikist framleiðnin; án framleiðni hrynur félagslegi grunnurinn. Sjálfbær hagvöxtur krefst þess að við samþættum bæði: öflugt rekstrarumhverfi fyrirtækja og sterkar samfélagsstoðir sem tryggja að hagsældin nýtist öllum. Því ef fólk hefur ekki kaupmátt, öryggi og aðgang að menntun hverfur sú undirstaða sem fyrirtækin sjálf hvíla á. Að líta á samfélagið sem hindrun er eins og að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar. Við sjáum þetta skýrt í orðræðu ráðsins í tillögunum: jafnlaunavottun verður „kostnaður“, húsnæðisstuðningur „skekkja“, öryrkjar „útgjaldavandi“ og menningarstarfsemi „sérhagsmunir“. Þetta er tungutak sem gerir manneskjuna ósýnilega. Það er ekki lengur spurt hvað samfélagið þarfnast, heldur hvernig það má laga að kröfum markaðarins. Afleiðingin af þessari hugsun er fyrirsjáanleg. Þegar ríkið hörfar og markaðsöflin ráða ein breikkar bilið milli þeirra sem hafa fjármagn og þeirra sem ekki hafa það. Það er ekki aðeins óréttlæti heldur bein ógn við samheldni og stöðugleika samfélagsins. Þegar fjölmiðlastuðningur er skorin niður og menningarstarfsemi sett undir sama hatt og hefðbundin fyrirtæki minnkar rýmið fyrir sjálfstæða umræðu og lýðræðislegt aðhald. Þegar raddir almennings og minnihlutahópa veikjast verður samfélagið sjálft brothætt. Sú trú á að markaðurinn geti leyst öll vandamál leiðir til þess að langtímahagsmunir samfélagsins, menntun, heilbrigði, félagslegt öryggi og jafnrétti, missa vægi. Fyrirtæki geta hagnast til skamms tíma, en ef samfélagið molnar innan frá hverfur grundvöllur til varanlegs vaxtar. Raunveruleg hagsæld er ekki mæld í vergri landsframleiðslu einni. Hún er mæld í því hvort börn fá góða menntun, hvort fólk hafi aðgang að húsnæði, hvort kynin njóta jafnra tækifæra og hvort almenningur hefur trú á framtíðinni. Þetta eru nauðsynlegar undirstöður samfélags, ekki hindranir. Að skilgreina þær sem byrði jafngildir því að hafna því sem hagsæld byggist á. Hér er ekki verið að hafna mikilvægi fyrirtækja eða markaðarins til framfara og til samfélagsins í heild, Þvert á móti. Það er ekki mótsögn að efla bæði framleiðni og félagslegt öryggi. Þvert á móti er það skilyrði sjálfbærs vaxtar. Fyrirtæki dafna innan sterks samfélags. Þau þurfa fyrirsjáanleika, traustar stoðir og innviði. Fyrirtæki eru stofnuð til að leysa vandamál en hagnaður er nauðsynleg forsenda þeirra. Það má ekki missa sjónar á því hver raunverulegur tilgangur þeirra er. Sjálfbær hagvöxtur byggir á þessu jafnvægi. Við styrkjum rekstrarumhverfið með því að þjóna samfélaginu betur: skapa störf, auka lífsgæði og byggja upp réttlátt, sanngjarnt og stöðugt samfélag. Hér má lesa tillögur Viðskiptaráðs: https://vi.is/umsagnir/leidarljos-fyrir-atvinnustefnu-islands Höfundur er viðskiptafræðinemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Tillögur Viðskiptaráðs til ríkisins um atvinnustefnu þess endurspegla hugsun sem setur rekstrarumhverfi fyrirtækja í fyrsta sæti, en gerir það á kostnað samfélagsins sem þau byggja á. Þar eru skattkerfið, regluverkið og opinber þjónusta sett fram sem hindranir á meðan grunnstoðir samfélagsins, heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið, eru skilgreindar sem byrði. Í augum viðskiptaráðs er framleiðni, stöðugleiki og alþjóðleg samkeppnishæfni taldar lykilforsendur hagsældar: ef fyrirtæki dafna, skapast störf, aukin verðmætasköpun og þar með bætt lífskjör. Þetta sjónarhorn er ekki rangt í sjálfu sér, en það segir aðeins hálfa söguna. Á móti stendur sú sýn að hagsæld byggist ekki eingöngu á mælanlegum hagvaxtartölum heldur á því hvernig samfélagið heldur utan um fólk: hvort það hafi húsnæði, hvort það njóti jafnra tækifæra og hvort það búi við öryggi og traust til framtíðar. Það má segja að hér rekist tvö gildiskerfi á: annars vegar hagfræðileg skilgreining á árangri sem mælir framleiðni og verga landsframleiðslu á mann, hins vegar samfélagsleg sýn sem mælir gæði lífsins og styrk samheldninnar. Við getum ekki hunsað annað kerfið án þess að veikja hitt, því þau eru ekki andstæður heldur tvær hliðar sama tenings. Án félagslegs öryggis veikist framleiðnin; án framleiðni hrynur félagslegi grunnurinn. Sjálfbær hagvöxtur krefst þess að við samþættum bæði: öflugt rekstrarumhverfi fyrirtækja og sterkar samfélagsstoðir sem tryggja að hagsældin nýtist öllum. Því ef fólk hefur ekki kaupmátt, öryggi og aðgang að menntun hverfur sú undirstaða sem fyrirtækin sjálf hvíla á. Að líta á samfélagið sem hindrun er eins og að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar. Við sjáum þetta skýrt í orðræðu ráðsins í tillögunum: jafnlaunavottun verður „kostnaður“, húsnæðisstuðningur „skekkja“, öryrkjar „útgjaldavandi“ og menningarstarfsemi „sérhagsmunir“. Þetta er tungutak sem gerir manneskjuna ósýnilega. Það er ekki lengur spurt hvað samfélagið þarfnast, heldur hvernig það má laga að kröfum markaðarins. Afleiðingin af þessari hugsun er fyrirsjáanleg. Þegar ríkið hörfar og markaðsöflin ráða ein breikkar bilið milli þeirra sem hafa fjármagn og þeirra sem ekki hafa það. Það er ekki aðeins óréttlæti heldur bein ógn við samheldni og stöðugleika samfélagsins. Þegar fjölmiðlastuðningur er skorin niður og menningarstarfsemi sett undir sama hatt og hefðbundin fyrirtæki minnkar rýmið fyrir sjálfstæða umræðu og lýðræðislegt aðhald. Þegar raddir almennings og minnihlutahópa veikjast verður samfélagið sjálft brothætt. Sú trú á að markaðurinn geti leyst öll vandamál leiðir til þess að langtímahagsmunir samfélagsins, menntun, heilbrigði, félagslegt öryggi og jafnrétti, missa vægi. Fyrirtæki geta hagnast til skamms tíma, en ef samfélagið molnar innan frá hverfur grundvöllur til varanlegs vaxtar. Raunveruleg hagsæld er ekki mæld í vergri landsframleiðslu einni. Hún er mæld í því hvort börn fá góða menntun, hvort fólk hafi aðgang að húsnæði, hvort kynin njóta jafnra tækifæra og hvort almenningur hefur trú á framtíðinni. Þetta eru nauðsynlegar undirstöður samfélags, ekki hindranir. Að skilgreina þær sem byrði jafngildir því að hafna því sem hagsæld byggist á. Hér er ekki verið að hafna mikilvægi fyrirtækja eða markaðarins til framfara og til samfélagsins í heild, Þvert á móti. Það er ekki mótsögn að efla bæði framleiðni og félagslegt öryggi. Þvert á móti er það skilyrði sjálfbærs vaxtar. Fyrirtæki dafna innan sterks samfélags. Þau þurfa fyrirsjáanleika, traustar stoðir og innviði. Fyrirtæki eru stofnuð til að leysa vandamál en hagnaður er nauðsynleg forsenda þeirra. Það má ekki missa sjónar á því hver raunverulegur tilgangur þeirra er. Sjálfbær hagvöxtur byggir á þessu jafnvægi. Við styrkjum rekstrarumhverfið með því að þjóna samfélaginu betur: skapa störf, auka lífsgæði og byggja upp réttlátt, sanngjarnt og stöðugt samfélag. Hér má lesa tillögur Viðskiptaráðs: https://vi.is/umsagnir/leidarljos-fyrir-atvinnustefnu-islands Höfundur er viðskiptafræðinemi
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun