

Stjórnmál
Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi
Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs ætlar að biðjast lausnar frá borginni í næstu viku. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi í síðustu kosningum eigi að vera búin að því. Óeðlilegt sé að fá bæði laun frá Alþingi og borginni.

Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur skipað Þórarin G. Pétursson í embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu til fimm ára frá og með deginum í dag.

Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar
Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari.

Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni
Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun um síðustu mánaðamót. Þá fengu nokkrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á þing líka greitt frá borginni. Dæmi eru um greiðslur á fimmtu milljón. Forseti ASÍ segir að þessu sé svipað háttað á almennum markaði þegar skipt er um starf. Kjörnir fulltrúar þurfi hins vegar að velta fyrir sér ímynd sinni þegar þeir taki við tvöföldum greiðslum.

Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi
Þeir sem helst eru nefndir sem hugsanlegir frambjóðendur til formanns Sjálfstæðisflokksins liggja nú undir hinum fræga feldi – hnausþykkum því vart mótar fyrir þeim þar undir.

Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu
Umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninga verður afhent undribúningsnefnd Alþingis og birt opinberlega síðar í dag. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kemur saman til fyrsta fundar síðdegis en nefndin hefur víðtækar heimildir til að rannsaka framkomin álitaefni og getur meðal annars farið fram á endurtalningu. Verðandi forseti Alþingis telur ólíklegt að kosningarnar verði ógiltar.

Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ráðið Jónu Þóreyju Pétursdóttur sem annan aðstoðarmann sinn. Jóna Þórey er lögmaður sem hefur sinnt málum á sviði umhverfis- og eignarréttar. Á háskólaárum sínum sat hún í skipulagsteymi loftslagsverkfalla ungs fólks.

Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna
Forseti Alþingis hefur falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga sem fer fram á þingsetningarfundi.

Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar?
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er að finna nokkur atriði sem tengjast heilbrigðismálum. Við í Sjúkraliðafélagi Íslands fögnum mörgu í þessum sáttmála.

Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga
Stjórn Sambands sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Bjarni Guðmundsson framkvæmdstjóri hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá samtökunum.

Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar
Sérfræðingar í loftslagsmálum setja spurningarmerki við að íslensk stjórnvöld kjósi að lækka skuldbindingar sínar í losunarmálum eins mikið og reglur leyfa. Þau hafi þegar afsalað sér milljörðum króna í tekjur af losunarheimildum til þess að baktryggja sig.

Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð
Við búum í samfélagi þar sem samábyrgðinni hefur verið skipt út fyrir einstaklingsábyrgð. Í stað þess að búa í samfélagi þar sem allir leggja til út frá getu og grunnþörfum allra er mætt, þá eru skilaboðin þau að við berum ein ábyrgð á okkar stöðu. Ein og sér. Ef staðan þín er slæm, þá er það því þú ert slæm.

Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér
Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum.

Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar
Árshátíð borgarstjórnar Reykjavíkur var haldin með miklum glæsibrag á Kjarvalsstöðum um liðna helgi. Um er ræða fyrstu árshátíð Einars Þorsteinssonar sem borgarstjóra.

Bergþór áfram þingflokksformaður
Bergþór Ólason hefur verið kjörinn þingflokksformaður Miðflokksins. Hann var einnig þingflokksformaður á síðasta kjörtímabili. Karl Gauti Hjaltason verður varaformaður stjórnar þingflokks og Ingibjörg Davíðsdóttir verður ritari.

Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur látið það verða eitt sitt fyrsta verkefni í ráðuneytinu að reyna að komast til botns í ágreiningi Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara.

Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda
Nú fyrir helgi var tilkynnt að Jóhann Páll Jóhannsson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefði ákveðið að Ísland muni áfram nýta svokallaðan ETS-sveigjanleika á árunum 2026–2030. Við undirritaðar fjölluðum ítarlega um ETS-sveigjanleikann í grein á vefsíðunni Himinn og haf síðasta vor.

Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel
RÚV greindi frá því nú rétt í þessu að borgarfulltrúar sem kjörnir voru á þing í nýafstöðnum kosningum fengu hver um sig hátt í fimm milljóna króna launagreiðslur um mánaðamótin.

Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint
Ekki liggur fyrir hversu mörg utankjörfundaratkvæði voru í pappakassa sem barst yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi ellefu dögum eftir alþingiskosningar. Formaður yfirkjörstjórnar vonar að dreginn verði lærdómur af uppákomunni og verkferlar hugsaðir upp á nýtt.

Til skoðunar að selja almenningi bankann
Fjármálaráðherra segir koma til greina að eftirstandandi hlutur ríkisins verði seldur í almennu hlutafjárútboði. Mikilvægast sé að söluferlið verði gagnsætt og hafið yfir allan vafa.

Lögheimili á landsbyggðinni
Nokkuð merkileg umræða er í gangi þessa dagana um aðsetur og lögheimili alþingismanna. Kemur ekki á óvart að umræðan sé nokkuð beinskeytt og óvægin af hendi þess hóps sem fór halloka í nýafstöðnum kosningum til alþingis.

Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni
Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili.

Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur
Mikill meirihluti sérfræðinga hjá ríkinu sjá tækifæri til hagræðingar á sínum vinnustað. Flestir sjá tækifæri til hagræðingar í tæknivæðingu eða nútímaferlum. Þá segja mörg að ríkið greiði of mikið fyrir vörur og þjónustu og að aðkeypt þjónusta sé algeng þó að það megi nýta mannauð innanhúss. Þetta kemur fram í könnun sem stéttarfélagið Viska framkvæmdi meðal félagsfólks sem eru sérfræðingar hjá ríkinu.

Vandræðagangur í Vatnsmýrinni
Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins.

Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint
Kassi af utankjörfundaratkvæðum rataði ekki til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi fyrr en ellefu dögum eftir alþingiskosningarnar. Þetta staðfesti Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnarinnar, í samtali við Morgunblaðið.

Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi að 42,5 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur á árinu.

Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að flokkur sem vilji eiga erindi inn í framtíðina þurfi að skilja framtíðina. Þótt hún hafi lýst yfir áhuga á að leiða flokkinn eftir brotthvarf formannsins vill hún ekki að svo stöddu lýsa formlega yfir að hún bjóði sig fram.

Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð
Alþingi kemur að öllum líkindum saman í fyrsta skipti frá kosningum eftir rétt rúman hálfan mánuð. Landskjörstjórn skilar þinginu skýrslu um framkvæmd kosninganna og einstök kæru- og álitamál á miðvikudag.

Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi
Prófessor í stjórnmálafræði segir það ekki einsdæmi að utankjörfundaratkvæði skili sér ekki í tæka tíð en skýrt sé að þess konar atkvæði séu ógild. Þá þurfi að fara sem fyrst í breytingar á reglum varðandi jöfnunarsæti.

Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar
Íslenskt lýðræði byggir á grunnstoðum sem fela í sér að stjórnmálaflokkar virki sem lýðræðislegur vettvangur þar sem félagsmenn hafa tækifæri til að taka þátt í ákvörðunum og móta stefnu. Við búum við kerfi þar sem vænst er að flokkar haldi landsfundi, þar sem forysta er kjörin á lýðræðislegan hátt, og kjördæmaráð sjá um að tryggja uppstillingu frambjóðenda í prófkjörum eða á annan lýðræðislegan hátt.