Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Fréttamynd

Auknar fé­lags­legar að­gerðir í kjöl­far Co­vid-19

Covid-19 faraldurinn hafði mikil áhrif á líf okkar allra. Úttektir sem gerðar hafa verið sýna fram á að faraldurinn, sóttvarnaraðgerðir og sá efnahagslegi samdráttur sem fylgdi í kjölfarið hafi bitnað verst á fólki sem þegar glímdi við erfiðleika eða tilheyrir viðkvæmum hópum.

Skoðun
Fréttamynd

Loftslagsmál: Hvers vegna að kjósa Vinstri græn?

Í fyrsta skipti í stjórnmálasögunni verða loftslagsmál eitt aðal kosningamálið. Ég hef fylgst með og tekið þátt í opinberri umræðu um loftslagsmál í yfir 20 ár, en framan af því tímabili leið mér oft eins og ég væri að berja höfðinu við stein.

Skoðun
Fréttamynd

Megum engan tíma missa

Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­væg skref í rétta átt í plast­málum

Frá og með 3. júlí taka gildi margskonar breytingar sem miða að því að draga úr notkun óþarfa plasts í samfélaginu, til þess að varna því að það berist út í umhverfið og valdi þar skaða.

Skoðun
Fréttamynd

Hert markmið + efldar aðgerðir = árangur í loftslagsmálum

Eitt helsta áherslumál mitt sem umhverfis- og auðlindaráðherra hefur verið að snúa við blaðinu í loftslagsmálum. Þegar ég tók við sem ráðherra ríkti kyrrstaða í aðgerðum stjórnvalda á Íslandi. Það skorti sýn, stefnu, áætlanir um samdrátt í losun og fjármagn til þess að fylgja þeim eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Út með óþarfa plast

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, skrifar um frumvarp hans sem gengur út á að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið.

Skoðun
Fréttamynd

Stefnumót við náttúru Íslands

Það má vel vera að mörg hafi séð sumarfríið 2020 fyrir sér á allt annan hátt en nú lítur út fyrir að það muni þróast. Ef til vill eru allskonar plön farin út um þúfur. Ýmislegt sem ekki verður af. En ég verð þess líka áskynja að mörg eru farin að velta fyrir sér nýjum hugmyndum að sumarfríi.

Skoðun
Fréttamynd

Breytt umhverfismat

Umhverfismatsdagurinn fer fram í dag. Í tilefni af yfirstandandi endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum heldur Skipulagsstofnun málþing þar sem sjónum verður beint að virkni umhverfismats fyrir náttúru og samfélag og umbótum á framkvæmd matsins.

Skoðun
Fréttamynd

Ég er eins og ég er

Þegar lögreglan í New York stormaði inn á Stonewall-barinn fyrir fimmtíu árum áttu flestir von á að atburðarásin yrði hefðbundin.

Skoðun
Fréttamynd

Grænir skattar eru loftslagsmál

Til að takast á við hamfarahlýnun þurfum við margs konar lausnir. Ein þeirra er ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að koma á fót grænum sköttum sem hvetja til umhverfisvænni ákvarðana. Þetta er mikilvæg loftslagsaðgerð sem markar vatnaskil.

Skoðun
Fréttamynd

Stórfelld uppbygging vegna orkuskipta

Ég hef farið ferða minna hjólandi í mörg ár, nota oft strætó og átti bíl í eitt og hálft ár fyrir nær 15 árum. Hins vegar skil ég vel að slíkt henti sumum illa og öðrum bara alls ekki. Og þótt brýnt sé að gera fólki kleift að velja almenningssamgöngur, hjólreiðar og annað slíkt til að komast á milli staða, verða bílar áfram til samhliða þessu.

Skoðun
Fréttamynd

Dagur umhverfisins

Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið hörðum höndum að aðgerðum vegna loftslagsbreytinga. Meðal annars hefur verið unnið að mikilvægum breytingum á loftslagslögum og nýlega var Loftslagsstefna Stjórnarráðsins kynnt en hún mun hafa margfeldisáhrif út í samfélagið. Fleiri verkefni verða kynnt í vor.

Skoðun
Fréttamynd

Neysla er loftslagsmál

Eitt er það sem við deilum öll saman, með nærri 8 milljörðum annarra: Jörðin. Við deilum henni sömuleiðis með öllum sem á eftir okkur koma – líka þeim sem fæðast árið 2700 og árið 4500.

Skoðun
Fréttamynd

Plastpokabann – mikilvægt skref

Plast er efni sem endist afar lengi og er því hentugt til ýmissa nota. Einmitt þessi eiginleiki þess gerir það hins vegar einstaklega óhentugt sem einnota efni. Vörur úr plasti sem hent er eftir örskamma notkun geta enst í tugi og hundruð ára sem úrgangur.

Skoðun
Fréttamynd

Umhverfismálin eru lykilmál

Samkvæmt nýlegri könnun Gallup nefna helmingi fleiri en áður umhverfismál og loftslagsbreytingar sem helstu áskoranirnar sem Ísland stendur frammi fyrir í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Umhverfismálin komin á dagskrá

Sterk og mikilvæg umhverfisbylgja á sér nú stað í samfélaginu. Það eru forréttindi að vera ráðherra málaflokks sem ég hef í mörg ár unnið að og brunnið fyrir – og það á tímum sem þessum.

Skoðun
Fréttamynd

Allt í plasti

Plastumbúðirnar utan af Ömmupitsunni sem ég borðaði í sveitinni einn laugardag í bernsku minni gætu á þessari stundu verið syndandi um heimsins höf sem plastþræðir í sjávarlífverum. Þær gætu líka hreinlega legið í einhverri fjörunni eða verið búnar að leysast upp í litlar plastagnir, svokallað örplast, og flotið í sjónum sem slíkar.

Skoðun
Fréttamynd

Róttækra breytinga er þörf

Hvernig verður lífið á Jörðinni árið 2118? Hækki hitastig jarðar um að meðaltali 2°C frá upphafi iðnbyltingar blasir afar dökk mynd við, samkvæmt skýrslu milliríkjanefndar SÞ um loftslagsbreytingar. Meðalhiti hefur þegar hækkað um 1°C og markmiðið verður að vera að fara ekki yfir 1,5°C.

Skoðun
Fréttamynd

Berjumst saman gegn einnota plasti

Allar jógúrtdósirnar sem ég borðaði upp úr sem barn eru sennilega til enn þann dag í dag. Allir grænu sælgætispokarnir. Allar ídýfudósirnar.

Skoðun