Umhverfismál

„Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“
„Ég lærði textíl í Myndlistaskóla Reykjavíkur því ég hef alltaf verið mjög hrifin af handverki og hönnun,“ segir Ragnheiður Stefánsdóttir, ein af forsprökkurum Flöff, nýsköpunarfyrirtæki sem ætlar að þæfa nýjan textíl úr ónýtum textílúrgangi.

Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur
Það er ýmislegt, sem plokkari ársins 2024 hjá Kópavogsbæ finnur þegar hann gengur um bæinn í sjálfboðavinnu og týnir upp í ruslapokann sinn. Það furðulegasta segir hann vera víbradora kvenna og nærbuxur, sem hann finnur æði oft á víðavangi í Kópavogi.

Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar
Hvammsvirkjun hefur löngum verið umdeild, ekki síst vegna þess að þar er stærsta laxastofn landsins að finna sem og Viðey við Þjórsá sem er friðuð.

Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði
Formaður umhverfisnefndar Alþingis, þegar lög um stjórn vatnamála, sem eru Þrándur í Götu fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar, voru sett, segir ekki um að ræða annmarka í lagasetningunni og ýjar að því að Hvammsvirkjun standist einfaldlega ekki skilyrði virkjunar.

Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ?
Því er nú haldið fram að ákvæði í 14 ára gömlum lögum um stjórn vatnamála (36/2011) komi í veg fyrir allar nýjar virkjanir, brýr, hafnir, flóðgarða og svo framvegis. Það er vegna þess að umhverfisnefndin á þinginu breytti tilteknu ákvæði í lagafrumvarpinu ‒ og nú sé allt upp í loft ‒ og alveg sérstaklega Hvammsvirkjun, sem einmitt átti að bjarga heiminum.

Minkurinn dó vegna fuglaflensu
Minkurinn sem fannst dauður í Vatnsmýrinni í Reykjavík 17. janúar var með fuglainflúensu. Margar grágæsir hafa fundist dauðar í Reykjavík vegna inflúensunar.

Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk?
Ég hélt að ég gæti ekki misst álitið enn meira á „kerfinu“ á þessu landi. Þið vitið, á sama hátt og maður missir trúna á fullorðna fólkinu þegar maður hættir að vera barn og áttar sig á að enginn er fullkominn og veit nákvæmlega hvernig á að gera hlutina. Allir eru bara að gera sitt besta.

Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna
Umfangsmikið óveður sem leitt hefur til metsnjókomu í suðausturhluta Bandaríkjanna olli þar miklum usla. Loka þurfti flugvöllum, skólum og opinberum stofnunum víða um Texas, Flórída, Georgíu, Louisiana og víðar.

Ekkert samráð – ekkert traust
Samtök stórfyrirtækja, fara daglega í fjölmiðla með sína svarthvítu mynd um að samfélagið fari á neyðarstig, fái fjárfestar ekki fullt svigrúm til auðlindanýtingar án endurgjalds og helst með ríkisstyrkjum. Þeim er ekki trúað. Og þótt samtök náttúruverndar bendi á móti á hættur og staðreyndir er þeim ekki heldur trúað.

Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar
Nú þegar þetta er skrifað hafa tæp tólf þúsund skrifað undir bænaskjal þar sem biðlað er til stjórnvalda að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis í Seyðisfirði.

Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála
Ef raunverulegur áhugi er á því að einfalda leyfisveitingarferla á sviði umhverfis- og orkumála þarf ýmislegt fleira að koma til, en það sem sjá má í núverandi drögum að breytingum á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar á leyfisferlum á svið umhverfis- og orkumála.

Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur
Þann 15. janúar síðastliðinn komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að leyfi sem gefið hafði verið út fyrir Hvammsvirkjun væri ólöglegt. Í dómnum var vísað í 18 gr. laga um stjórn vatnamála (36/2011), sem ýmsir hafa síðan tjáð sig um og sagt vera mistök. Mér virðist þessi grein reyndar vera nokkuð skynsamleg og líka mikilvæg.

Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix
Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif.

Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt
Aldrei áður hefur styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings aukist hraðar í lofthjúpi jarðar en í fyrra frá því að mælingar hófust. Metlosun vegna bruna á jarðefnaeldsneytis, þurrkar og gróðureldar voru hluti af ástæðu þess að styrkurinn jókst svo hratt.

Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni
Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili.

Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart
Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA.

Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni
Tvær konur voru handteknar í London eftir að hafa málað á gröf náttúrufræðingsins Charles Darwin. Þær voru á vegum breska loftlagsaðgerðahópsins Just Stop Oil. Hækkun meðalhitastigsins í heiminum árið 2024 náði yfir 1,5°C mörkin.

Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði
Íbúar í Garði eru margir ósáttir við breytingu á jörð Gauksstaða fyrir ferðaþjónustu. Samkvæmt deiliskipulagstillögu sem auglýst var í nóvember er fyrirhugað að útbúa gistirými fyrir allt að fimmtíu manns í fimmtán ferðaþjónustuhúsum auk þess að byggja þjónustubyggingu.

Hjólað inní framtíðinna
Nýverið var skattaafsláttur vegna kaupa á reiðhjólum feldur úr gildi, og óvíst er hvernig fyrirhugað styrkjakerfi Orkusjóðs mun líta út til kaupa á rafmagnshjólum.

Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn.
Nú tökum nýju ríkisstjórnina á orðinu og styðjum hana til góðra verka. Í stefnu hennar má sjá margt jákvætt um auðlindir og umhverfismál. Það verður erfitt fyrir nýju stjórnina að ná þessu fram, en það er engin afsökun - því erindin eru ákaflega brýn. Hér þarf einbeitta pólitíska sýn og samfélagsvitund í mikilli tímaþröng.

Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu
Heimilisköttur á Seltjarnarnesi greindist í dag með fuglaflensu. Skæð fuglaflensa H5N5 greindist í fyrsta skipti í ketti sem drapst fyrir jól.

Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar
Loftslagsráðherra hefur ákveðið að halda áfram að nýta heimild sem Ísland hefur til þess að nota losunarheimildir stóriðjunnar til þess að mæta skuldbindingum ríkisins gagnvart Parísarsamkomulaginu. Ekki er útlit fyrir að nýta þurfi heimildirnar fyrir fyrra tímabil samningsins.

Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna
Ísland losar margfalt meira magn gróðurhúsalofttegunda en önnur Norðurlönd miðað við höfðatölu og munar þar mestu um losun frá framræstu landi. Þá metur Votlendissjóður að um 45 prósent af heildarlosun Íslands stafi frá framræstu votlendi sem ekki er í landbúnaðarnotkun.

Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta
Í ljósi landfræðilegrar legu Íslands hallar á þjóðina þegar kemur að því að uppfylla skuldbindingar að alþjóðlega kvótakerfi kolefnissporsins. Þetta kerfi hefur verið gagnrýnt fyrir skort á gegnsæi, svikum og ósanngirni gagnvart smáríkjum eins og Íslandi. Hér eru aðeins hugrenningar um hvers vegna Ísland ætti að vera undanþegið þessu kerfi og hvers vegna núverandi skipulag er bæði óraunhæft og ósanngjarnt fyrir landið.

Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var
Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma.

Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður
Loftslagsbreytingar á jörðinni gerðu það að verkum að á árinu sem er að líða fjölgaði dögum þar sem hitinn er hættulegur mannfólki mikið, eða um sex vikur að meðaltali. Þetta þýðir að hitabylgjum hefur fjölgað og þær vara lengur í hvert skipti. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Guardian fjallar um í dag.

Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins
Útlit er fyrir að bruni á jarðgasi stóraukist í Bandaríkjunum á næstu árum vegna óseðjandi þarfar gervigreindartækninnar fyrir raforku. Dæmi eru um að tæknifyrirtæki ætli sér að reisa gasorkuver sérstaklega fyrir gagnaver sín.

Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri
Ríflega 150 milljóna króna styrkur sem Reykjavíkurborg fékk frá Evrópusambandinu verður nýttur til þess að bæta vatnsgæði í Vatnsmýrinni og Tjörninni. Hann er hluti af stærri styrk sem Umhverfisstofnun hlaut vegna innleiðingar vatnaáætlunar á Íslandi.

Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan
Kanadíski umhverfisaðgerðasinninn Paul Watson verður ekki framseldur til Japan. Honum verður sleppt úr haldi í Grænlandi, eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi þar í tæpa fimm mánuði.

Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti)
Orkuskipti, orkuskortur, rafeldsneyti, kolefnisspor, skerðingar, orkukrísa, raforkuverð, almannahagsmunir. Þau eru mörg hugtökin sem notuð eru í orkuumræðunni þessa dagana.