Orðum fylgir ábyrgð Sigrún Arnardóttir skrifar 1. desember 2022 08:01 Undanfarið hefur persónuleikaröskunin Narsisimi mikið verið í umræðunni og er það af hinu góða. Röskunin er talin með þeim alvarlegri og einna mest eyðileggjandi sem fyrir finnst en afleiðingar þess að vera í nánum samskiptum við narsisista geta haft í för með sér mikinn sálrænan skaða. Narsisistinn svífst oftar en ekki einskins til að fá þarfir sínar uppfylltar, hunsar þarfir og líðan annarra og beitir oft alvarlegu ofbeldi gagnvart fólki í kringum sig. Það liggur því í augum uppi að það getur tekið fólk ár, ef ekki áraraðir að vinna sig út úr slíkum aðstæðum, ef það þá tekst yfir höfuð. Fræðsla og þekking á einkennum og algengum samskiptamunstrum sem birst geta í samskiptum við narsistia er því gagnleg og getur orðið til þess að fólk forðar sér fyrr en ella frá samböndum eða tengslum við þá. Ráðgjafi nokkur hjá Stígamótum skrifaði nýverið grein þar sem hún fór vel í gegnum þau einkenni sem oft eru áberandi hjá fólki sem uppfyllir persónuleikaröskunina Narsisima. Hún vísaði í rannsóknir máli sínum til stuðnings um alvarleika þess og afleiðingar á konur eftir að hafa verið í nánum tenglsum við þá (giftar eða í sambúð). Þessi sami ráðgjafi dró verulega í efa grein sem undirrituð birti fyrir rúmlega tveimur mánuðum og tilgang hennar. Tilgangurinn með þeirri grein var ekki að gera lítið úr þeim alvarlegu brotum sem ofbeldi hefur í för með sér á þolendur. Áfallasaga eða „trauma“ sem fylgir í kjölfar ofbeldis telst alltaf alvarlegt mál og ber að meðhöndla sem slíkt. Í grein undirritaðrar var hins vegar vakin athygli á því að orðum fylgir ábyrgð og við þurfum að vanda orðaval okkar þegar við „slengjum“ því fram að fólk séu narsisisti eða með aðrar persónuleikaraskanir sem það uppfyllir ekki greiningarviðmið fyrir. Í ljósi ofanverðrar umræðu um hve samskipti við narisista geta verið skaðleg og eyðileggjandi er mín skoðun sú að það sé óábyrgt að saka fólk um það að vera narsisisti ef það uppfyllir ekki þau viðmið. Það að „stimpla“ aðra manneskju opinberlega, (t.d. á samfélagsmiðlum og/eða í fjölmiðlum) með eina skaðlegustu persónuleikaröskun sem fyrirfinnst, telst einnig vera ofbeldi og opinber niðurlæging og getur skaðað verulega líðan og heilsu þess sem borin er slíkum sökum. Málið er einfalt, vöndum okkur þegar við tölum um aðra, sýnum ábyrga hegðun og vörumst að fella opinbera dóma yfir öðrum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur persónuleikaröskunin Narsisimi mikið verið í umræðunni og er það af hinu góða. Röskunin er talin með þeim alvarlegri og einna mest eyðileggjandi sem fyrir finnst en afleiðingar þess að vera í nánum samskiptum við narsisista geta haft í för með sér mikinn sálrænan skaða. Narsisistinn svífst oftar en ekki einskins til að fá þarfir sínar uppfylltar, hunsar þarfir og líðan annarra og beitir oft alvarlegu ofbeldi gagnvart fólki í kringum sig. Það liggur því í augum uppi að það getur tekið fólk ár, ef ekki áraraðir að vinna sig út úr slíkum aðstæðum, ef það þá tekst yfir höfuð. Fræðsla og þekking á einkennum og algengum samskiptamunstrum sem birst geta í samskiptum við narsistia er því gagnleg og getur orðið til þess að fólk forðar sér fyrr en ella frá samböndum eða tengslum við þá. Ráðgjafi nokkur hjá Stígamótum skrifaði nýverið grein þar sem hún fór vel í gegnum þau einkenni sem oft eru áberandi hjá fólki sem uppfyllir persónuleikaröskunina Narsisima. Hún vísaði í rannsóknir máli sínum til stuðnings um alvarleika þess og afleiðingar á konur eftir að hafa verið í nánum tenglsum við þá (giftar eða í sambúð). Þessi sami ráðgjafi dró verulega í efa grein sem undirrituð birti fyrir rúmlega tveimur mánuðum og tilgang hennar. Tilgangurinn með þeirri grein var ekki að gera lítið úr þeim alvarlegu brotum sem ofbeldi hefur í för með sér á þolendur. Áfallasaga eða „trauma“ sem fylgir í kjölfar ofbeldis telst alltaf alvarlegt mál og ber að meðhöndla sem slíkt. Í grein undirritaðrar var hins vegar vakin athygli á því að orðum fylgir ábyrgð og við þurfum að vanda orðaval okkar þegar við „slengjum“ því fram að fólk séu narsisisti eða með aðrar persónuleikaraskanir sem það uppfyllir ekki greiningarviðmið fyrir. Í ljósi ofanverðrar umræðu um hve samskipti við narisista geta verið skaðleg og eyðileggjandi er mín skoðun sú að það sé óábyrgt að saka fólk um það að vera narsisisti ef það uppfyllir ekki þau viðmið. Það að „stimpla“ aðra manneskju opinberlega, (t.d. á samfélagsmiðlum og/eða í fjölmiðlum) með eina skaðlegustu persónuleikaröskun sem fyrirfinnst, telst einnig vera ofbeldi og opinber niðurlæging og getur skaðað verulega líðan og heilsu þess sem borin er slíkum sökum. Málið er einfalt, vöndum okkur þegar við tölum um aðra, sýnum ábyrga hegðun og vörumst að fella opinbera dóma yfir öðrum. Höfundur er sálfræðingur.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun