

Eftir að hafa glímt við meiðsli Bryndís Arna Níelsdóttir komin aftur á völlinn og ætlar að hjálpa íslenska fótboltalandsliðinu að tryggja sér sæti á fimmta Evrópumótinu í röð.
Hildur Antonsdóttir var hetja íslenska landsliðsins í sigrinum dýrmæta gegn Austurríki í síðasta mánuði, þegar hún skoraði sigurmarkið í sínum sextánda landsleik. Núna er stefnan sett á að ljúka dæminu og landa EM-sæti.
Sandra María Jessen mætir stútfull sjálfstrausts í komandi landsleiki við Þýskaland og Pólland í undankeppni EM í fótbolta. Þetta eru síðustu leikirnir í undankeppninni og Ísland getur á föstudag tryggt sér sæti á EM í Sviss næsta sumar.
Bryndís Arna Níelsdóttir og Natasha Moora Anasi koma inn í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir næstu leiki þess í undankeppni EM 2025.
Þorsteinn Halldórsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi þar sem landsliðshópur var kynntur fyrir tvo mikilvæga leiki gegn Þýskalandi og Póllandi í undankeppni EM 2025.
Hildur Antonsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Austurríki í undankeppni EM 2025 á þriðjudag. Hildur spilaði með hollenska liðinu Fortuna Sittard á nýafstaðinni leiktíð en er í leit að nýju félagi í sumar.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld.
Sveindís Jane Jónsdóttir naut sín betur sóknarlega í seinni hálfleik þegar hún var með vindinn í bakið. Hún fékk ekki úr miklu að moða í þeim fyrri og þurfti því að finna önnur lóð til að leggja á vogaskálarnar í 2-1 sigri Íslands á Austurríki í fjórðu umferð undankeppni EM í Sviss 2025.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var heldur betur áhrifavaldur í sigri Íslands á Austurríki fyrri í kvöld í undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu 2025. Hún lagði upp bæði mörkin í 2-1 sigri liðsins og voru spyrnur hennar mjög hættulegar allan leikinn.
„Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld.
„Mjög mikill léttir en á sama tíma fannst mér við vera að fara vinna þennan leik allan tímann,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður, eftir gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur Íslands á Austurríki í undankeppni EM kvenna í fótbolta sem fram fer í Sviss á næsta ári.
Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, gerir engar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Í þetta sinn eru líka allir leikmenn skráðir á skýrslu.
Þýska landsliðið er áfram með fullt hús stiga í A-deild undankeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta sem fram fer í Sviss á næsta ári. Þýskaland lagði Pólland 3-1 ytra í dag en um er að ræða þjóðirnar sem eru með Íslandi og Austurríki í riðli.
Manuela Zinsberger, markvörður austurríska kvennalandsliðsins í fótbolta, verður ekki með gegn Íslandi í kvöld.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar hálfgerðan úrslitaleik um sæti á næsta Evrópumóti þegar Austurríki kemur í heimsókn á þriðjudagskvöldið.
Þýskaland er með fullt hús á toppi riðils 4 í undankeppni EM 2025 eftir 4-1 sigur á Póllandi í Rostock í kvöld.
„Ég er ánægð að við náðum að snúa þessu við og hvernig við bregðumst við því að fá á okkur mark, en það hefði verið ótrúlega sætt að fá sigur í dag,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliðið íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafntefli gegn Austurríki í dag.
Tilfinningarnar voru blendnar hjá Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, eftir jafnteflið við Austurríki, 1-1, í undankeppni EM 2025 í dag.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Austurríki í undankeppni EM í dag.
Ísland og Austurríki gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í undankeppni EM í dag. Heimakonur komust yfir með marki af vítapunktinum um miðjan fyrri hálfleik, en Glódís Perla Viggósdóttir svaraði í sömu mynt í síðari hálfleik.
Vegna meiðsla hefur Ásdís Karen Halldórsdóttir þurft að draga sig úr landsliðshópi Íslands sem á framundan tvo mikilvæga leiki gegn Austurríki.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er í fyrsta sinn í íslenska landsliðshópnum en framundan eru tveir leikir hjá íslenska kvennalandsliðinu á móti Austurríki í undankeppni EM í Sviss sem fer fram sumarið 2025.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, býst við að Sveindís Jane Jónsdóttir sé klár í slaginn fyrir leikina mikilvægu gegn Austurríki í undankeppni EM 2025.
Þorsteinn Halldórsson gaf sig til tals fyrir komandi leiki íslenska kvennalandsliðsins gegn Austurríki í undankeppni EM. Þar á hann á von á tveimur erfiðum leikjum gegn sterkum andstæðingi sem spilar á háu orkustigi.
Ný nöfn eru í íslenska landsliðshópnum fyrir risaleiki í undankeppni EM kvenna í fótbolta. Cecilía Rán Rúnarsdóttir snýr líka til baka í landsliðið.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir fjórar breytingar og kallar á þrjá nýliða í nýjasta landsliðshóp sinn. Hér má sjá hann ræða hópinn sinn á blaðamannafundi.
Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir fór hvorki úr axlarlið né axlarbrotnaði í leiknum gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 sem fram fór ytra í gær. Búist var við hinu versta eftir að Sveindís Jane yfirgaf völlinn vegna meiðsla á öxl í fyrri hálfleik.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti sætta sig við 3-1 tap gegn Þýskalandi á útivelli í undankeppni EM 2025 í kvöld. Aðstæðurnar í Aachen í kvöld voru á þann veg að maður taldi góðar líkur á góðum úrslitum fyrir Ísland. Veðurfarslega voru aðstæður frábærar og inn á leikvanginum var stemningin meðal þýskra áhorfenda á þá leið að hún getur ekki hafa valdið sviðsskrekk hjá okkar konum.