

Fréttir af flugi
Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Allar flugleiðir til landsins gætu lokast næstu mánaðamót
Utanríkisráðherra hvetur Íslendinga erlendis til að snúa heim strax vegna þess að um næstu mánaðamót gætu allar flugleiðir hafa lokast vegna kórónuveirunnar.

Flestum flugferðum aflýst og sárafáir ferðamenn að koma
Sárafáir ferðamenn koma til landsins þessa dagana og segir ferðamálastjóri fjölda þeirra sem fara um Leifsstöð vera allt niður í fjórðung af því sem áður var. Hann vonar að landsmönnum sem ferðast innanlands fjölgi í sumar.

Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands
Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku.

Flugvél hlekktist á við nauðlendingu á Þingvallavatni
Engan sakaði þegar lítilli flugvél hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í gærkvöldi. Nefhjól vélarinnar brotnaði við lendinguna en flugmaðurinn ákvað að lenda á ísnum vegna vélarbilunar.

Tæplega 3.000 Íslendingar komust heim frá Spáni
Tæplega 3.000 Íslendingar sem voru í ferðum á Spáni vegum þriggja ferðaskrifstofa komu fyrr heim vegna kórónuveirufaraldursins. Síðasta beina flugið frá Spáni er á morgun.

B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum
Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands.

Viðspyrna Icelandair heldur áfram
Úrvalsvísitalan hefur styrkst lítillega í dag

Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum
Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins.

Bjartsýnir á að flug með ferskan fisk verði tryggt
Mikill samdráttur í farþegaflugi vekur spurningar um hvernig fer með útflutning á ferskum íslenskum sjávarafurðum með flugi en stór hluti nýtir farangursrými farþegaflugvéla.

Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum
Norsk laxeldisfyrirtæki kanna hvort unnt sé að nota tómar farþegaþotur til að koma ferskum laxi á markað með flugi.

Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall
Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag.

Mótmæltu fyrirhuguðu ferðabanni
Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins.

Skipuleggja loftbrú fyrir Íslendinga frá Kanaríeyjum
Ferðaskrifstofurnar VITA, Ferðaskrifstofa Íslands og Heimsferðir, í samstarfi við Icelandair, hafa skipulagt loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands til að flýta för þeirra fjölmörgu Íslendinga sem áttu bókað flug heim fyrir páska.

Þjóðnýta flugfélagið Alitalia
Yfirvöld Ítalíu ætla að þjóðnýta gjaldþrota flugfélagið Alitalia og hafa 600 milljónir evra verið settar til hliðar til að halda rekstri félagsins áfram.

Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag.

Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19.

Tvær flugvélar ferja Íslendinga frá Alicante og enn laus sæti
Tvær flugvélar Icelandair munu fljúga frá Alicante til Íslands í kvöld. Enn eru sæti laus í annað flugið, að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair.

Telur galið að Heimsferðir vilji fljúga með sig á hááhættusvæði
Jónína Símonardóttir segir farþega í spennitreyju, þeir verði að ákveða sjálfir hvort þeir fari eða ekki.

Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um kórónuveirusmit
Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna gruns um kórónuveirusmit um borð í flugvél Icelandair. Vélin var að koma frá Kaupmannahöfn og lenti klukkan hálf ellefu.

Hefur dregið úr flugframboði um 30 prósent á síðustu dögum
Óvissa ríkir um háannatíma sumarsins en Icelandair gerir að óbreyttu ráð fyrir að draga úr flugframboði um að minnsta kosti 25 prósent miðað við það sem áður hafði verið kynnt.

Fullbókað í aukaflug Icelandair frá Alicante
Flugfélagið hóf sölu á miðum fyrr í dag og voru miðarnir fljótir að seljast upp.

Um 90 prósent starfsfólks SAS sagt upp tímabundið
Norræna flugfélagið SAS hefur tímabundið sagt upp samningum við um 10 þúsund starfsmenn.

Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi
Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt.

Kaupmannahafnarflug morgundagsins á áætlun þrátt fyrir lokun landamæra
Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála.

Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi
Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Samgöngustofa segir að flugfarþegar eigi endurgreiðslurétt
Flugfarþegar eiga rétt á fullri endurgreiðslu farmiða falli flugferðir niður hætti flugrekandi við flugferðir.

Katrín óskar eftir símafundi með Trump
Forsætisráðherra hefur óskað eftir símafundi við forseta Bandaríkjanna vegna ákvörðunar hans um að banna flug frá Íslandi til Bandaríkjanna og hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Hvíta húsið

Lögregla fylgdi veikum farþega úr flugvél frá München
Veikur farþegi var um borð í vél Icelandair sem kom frá München til Keflavíkur snemma á fimmta tímanum í dag.

Þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig þegar kemur að réttindum flugfarþega eftir ferðabann Trump
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að samtökin hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir varðandi hver réttindi flugfarþega séu nú þegar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sett á ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna.

Segir Icelandair vel undirbúið miðað við önnur flugfélög fyrir áföll af þessum toga
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að ferðabann Bandaríkjastjórnar komi til með að verða talsvert högg fyrir íslenska þjóðarbúið.